Um Sonik
HVAÐ ER SONIK?
Sonik er fyrirtæki sem veitir tækniráðgjöf, selur, leigir út og setur upp hágæða tæknibúnað. Hér starfar samhentur hópur sérfræðinga með áralanga reynslu sem veitir ráðgjöf og sérhannar tæknilausnir fyrir fjölbreytt tilefni, viðburði og vettvanga. Sonik sérhæfir sig í hljóði, streymi, mynd og lýsingu. Svona sköpum við rétta upplifun fyrir hvaða tilefni sem er.
Sonik finnur sem hagstæðastar og sjálfbærastar tæknilausnir fyrir hvert tilefni. Oft má leysa verkefni með því að leigja vel með farin hágæða tæki í stað þess að viðskiptavinurinn fjárfesti í nýjum búnaði.
Við tökum mjög mis mikinn þátt í verkefnum, í takt við þarfir og óskir viðskiptavina. Sem dæmi sjáum við reglulega um streymi, uppsetningu tækja fyrir viðburði eða myndbandsupptökur og myndvinnslu. Við hönnum oft hljóðkerfi og lýsingu fyrir vinnurými, fundarsali, íþróttavelli og fleira eða setjum upp skjái.
Sonik er í eigu Hlyns, Gunnars og Baldurs en hér starfa almennt 15-20 manns, bæði starfsfólk og verktakar. Félagið var stofnað árið 2014 og byggir á áralangri reynslu eigenda og starfsfólks.
STARFSFÓLK
PRAKTÍSKT
Staðsetning
Jöfursbás 4, Gufunesvegi
112 Reykjavík, Grafarvogi
Upplýsingar
Sími: 517-7770
Opnun: Virka daga kl. 9:00 til 17:00