HÁTÍÐIR OG STÓRVIÐBURÐIR
Það eru engin takmörk fyrir stærð viðburðarins.
SONIK finnur tæknilausnir svo upplifun allra sé sem best.
tækniráðgjöf og
búnaður til leigu eða sölu
Tónleikar
Tónleikar í bílskúrnum, Laugardalshöll, á útihátíð eða eitthvað þar á milli? Allir tónleikar ættu að vera eftirminnilegir og skapa ákveðna stemningu. Sonik finnur flottar og hagkvæmar tæknilausnir til þess.
Við höfum meðal annars tekið þátt í að halda Pallaball, Aldamótatónleikana, fjölmarga jólatónleika, Samfesting, Brewdog tónleika og Latabæjartónleika.
Stórviðburðir
Margt þarf að ganga upp svo stórviðburðir gangi vel. Við hönnum hljóðlausnir, lýsingu, sviðsmynd og skjái svo upplifun allra verði sem best.
Meðal viðburða sem við höfum tekið þátt í eru Reykjavíkurmaraþonið, Háskóladagurinn, The Color Run, Vísindavakan og Sjávarútvegssýningin.
Hátíðir
Alveg sama hve stór hátíðin er, þarf hljóð að ná til allra, sviðsmyndin og lýsingin að vera flott og stemningin góð. Þetta þekkir Sonik vel.
Við höfum tekið þátt í að halda fjölmargar hátíðir með góðum árangri, svo sem Menningarnótt, bæjarhátíðir, Vetrarhátíð og þjóðhátíð.
ALLT SEM ÞARF
Hljóð
Sonik býður hljóðbúnað í hæsta gæðaflokki og við greinum umhverfið svo uppstillingar séu réttar. Þannig nær tónlist og tal vel til allra viðstaddra.
Mynd
Vilt þú taka upp, varpa á skjá, auglýsa eða eitthvað annað? Við hönnum skjálausnir sem allir njóta. Allt frá litlum og miðstórum skjáum til risaskjáa.
Lýsing
Góð lýsing er lykilatriði til að skapa upplifun. Hvort sem það eru ljóskastarar á sviði, einföld lýsing í rými eða magnaðar ljósaskreytingar - þá finnur Sonik lausnina.